Karfa: U16 stúlkna á Evrópumót

U16 ára lið stúlkna er síðasta yngra landslið KKÍ á þessu ári sem heldur út til að taka þátt á Evrópumóti FIBA sumarið 2019 en þar leika þær í B-deild í ár.

Í landsliðið var valinn einn leikmaður Vestra , Helena Haraldsdóttir frá Ísafirði.

46 þjóðir innan FIBA Europe eiga fulltrúa á EM U16 stúlkna. Þar leika 16 þjóðir í A-deild, 23 í B-deild og 7 þjóðir í C-deild.

Stelpurnar og fylgdarlið þeirra hélt út í gærmorgun til Sofiu í Búlgaríu þar sem mótið fer fram. Þær hafa daginn í dag til æfinga og að undirbúa sig fyrir fyrsta leik sinn á mótinu.

Fyrsti leikur stelpnanna fer fram á morgun, fimmtudag, þegar þær mæta Serbíu kl. 13:00 að íslenskum tíma (16:00 úti).

Ísland leikur í A-riðli með Slóveníu, Bosníu, Rúmeníu, Svartfjalllandi og Serbíu. Eftir leiki í riðlinum taka svo við leikir í úrslitum og um sæti.

Tvö efstu liðin í hverju riðli fara beint í 8-liða úrslit og hin liðin leika um sæti 9.-23.

DEILA