Byggð upp fögur fjallalón

Ófeigsfjarðarvegur. Mynd: Vegagerðin.

Þeir Vestfirðingar Indriði a Skjaldfönn og Jón Atli, Reykhólaskáld takast á um Hvalárvirkjun  og sjá hvor sína hlið málsins.

Fyrst Jón Atli stuðningsmaður virkjunar sem sér fegurðina í nýju lónunum á Ófeigsfjarðarheiðinni:

Byggð upp fögur fjallalón,
hvar flettist land í sundur.
Umferð ljúf og ekkert tjón
hvar áður týndist hundur.

Indriði er efasemdarmaður um málið og hann lýsir vegabótunum í Ingólfsfirði því svo:

Að Verstaverki gert skal gys
með gröfur,fum og læti.
Hæg er leið til helvítis,
hallar undan fæti.

DEILA