Landsbankamót Golfklúbbs Ísafjarðar

Landsbankamótið í golfi var haldið á Tungudalsvelli laugardaginn 10. ágúst í norðaustan kalda og rigningu. Það voru 28 keppendur sem tóku þátt og létu veðrið ekki aftra sér frá skemmtilegum kappleik.

Sigurvegari í höggleik var Ísfirðingurinn Einar Gunnlaugsson á 77 höggum, en hann hefur verið að spila einstaklega vel í sumar. Í öðru sæti var Baldur Ingi Jónasson á 79 höggum og Högni Gunnar Pétursson í þriðja sæti á 82 höggum.

Sigurvegari í punktakeppni með forgjöf var Guðjón Helgi Ólafsson 36 punktum, Sólveig Pálsdóttir í öðru sæti með 34 punkta og Karl Hjálmarsson í þriðja sæti með 33 punkta.

Landsbanki Íslands var styrktaraðili mótssin sem haldið var af Golfklúbbi Ísafjarðar. Landsbankinn hefur verið öflugur stuðningsaðili golfíþróttarinnar í Ísafjarðarbæ, einkum hefur bankinn stutt unglingastarf klúbbsins.  

Að loknu móti fór fram verðlaunaafhending í golfskálanaum.

DEILA