Vesturport: horfa til annars stuðnings en fjárhagslegs

Þórdís Sif Sigurðardóttir á bæjarstjórnarfundi ásamt Marzellíusi Sveinbjörnssyni.

Ísafjarðarbæ hefur tekið vel í erindi Vesturport um stuðning við gerð sjónvarpsseríu.

Þórdís Sif Sigurðardóttir, starfandi bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir að umræður hafi ekki farið fram milli Ísafjarðarbæjar og Vesturports, nema á allra fyrstu skrefum verkefnisins.

„Það hafa engar fjárhagslegar ákvarðanir verið teknar í málinu, hvorki hvort og þá að hvaða leyti það verður styrkt. Við teljum þó verkefnið geta verið verðmætt fyrir sveitarfélagið og förum opin inn í umræður með Vesturporti um einhverslags aðkomu bæjarins. Sé litið til umræðna fyrir ári síðan verður um annars lags stuðning að ræða en fjárhagslegan.“ segir í svari Þórdísar við fyrirspurn Bæjarins besta.

 

DEILA