Einleikjahátíðin Act alone á Suðureyri hefst í kvöld með 11 ókeypis viðburðum.
Í fréttatilkynningu frá hátíðinni segir:
„Aldrei áður hefur opnunardagur hátíðarinnar verið jafn veglegur. Því alls verður boðið uppá 11 einstaka viðburði. Að vanda hefst Actið með einstakri fiskiveislu í boði Íslandssögu á Suðureyri. Enda mikilvægt að seðja maga áður en andinn er fóðraður. Á sama tíma og fiskurinn verður snæddur verða opnaðar tvær ólíkar myndlistarsýningar. Opunarsýning Actsins er sannlega töfrandi því boðið verður uppá töfrasýningu.
Þar á eftir fylgir einleikur og svo tekur framtíð Vestfjarða við. Í ár útskrifuðust nærri heill tugur Vestfirðinga úr Listaháskóla Íslands og flestir þeirra sýna á Actinu í ár. Hér að neðan er dagskrá opnunardags Actins. Einnig er rétt að minna á að þú ferð ókeypis á Actið með langferðabifreið Actins sem gengur daglega millum Ísafjarðar og einleikjþorpsins, Suðureyri.“
Fimmtudagur 8. ágúst
18.31 FISKISMAKK, UPPHAFSSTEF ACTSINS, VIÐ FSÚ
18.45 VILTU LESA ÁLFASÖGUR, bókmyndasýning, FISHERMAN
18.46 JÓN SKÓLASTJÓRI, myndlistarsýning, FSÚ
19.01 INGÓ GEIRDAL, galdrasýning – 30 mín, FSÚ
19.45 VELKOMIN HEIM, einleikur – 60 min, FSÚ
20.55 AFSAL KARLMENNSKUNNAR, fatahönnunarsýning, ÞURRKVER
20.55 SKERMUR, fatahönnunarsýning, ÞURRKVER
20.55 MYNDAÐU ÞINN EIGIN TÖFRALJÓMA, fatahönnunarsýning, ÞURRKVER
20.55 AÐGÁT SKAL HÖFÐ Í NÆRVERU SÁLAR, myndlistarsýning, ÞURRKVER
21.25 WIKI HOW TO START A PUNK BAND, dans og tónlist- 60 mín, FSÚ
22.45 MÓRI, einleikur – 30 mín, ÞURRKVER