Unglingalið Íslands í drengjaflokki 18 ára og yngri B deild varð í 11. sæti á Evrópumeistaramótinu í Oradea í Rúmeníu.
Að riðlakeppninni lokinni tók íslenska liðið þátt í keppni um 9. – 16. sæti. Þar mætti það fyrst Hvítrússum og sigraði þá 98:93. Þá var ljóst að Ísland keppti um 9. – 12. sæti og mætti liði Belgíu. Sá leikur tapaðist 80:91.
Lokaleikur íslenska liðsins var um 11. sætið og lék það við Bosníu Herzegovinu. Þann leik, sem fram fór í gær, unnu íslensku piltarnir 80:72. Úrslitin réðust í síðasta leikhluta en þá skoruði Íslendingarnir 21 stig gegn aðeins 10 stigum Bosníumanna. Bræðurnir frá Ísafirði Hugi og Hilmir tóku báður mikinn þátt í leiknum í dag.
Alls lék Ísland átta leiki í mótinu. Í riðlakeppninni vann liðið tvo leiki og tapaði þremur. Alls voru 24 lið í B deildarkeppninni. Svíar urðu efstir Norðurlandaþjóða og hlutu 7. sætið, Íslendingar náðu í 11. sætið. Danir hreppu 18. sætið og Norðmenn 20. sætið. Ísraelar fengu gullið eftir nauman sigur á Pólverjum.
Á sama tíma var keppt í A deildinni í Volos í Grikklandi. Evrópumeistarar urðu Spánverjar sem sigruðu Tyrki í úrslitaleik. Finnar kepptu í A deildinni og urðu í 14. sæti af 16 þátttökuþjóðum.