West Seafood er að fá beitningavélabát til Flateyrar. Karl Brynjólfsson staðfestir það. Báturinn heitir Viggi ÍS 9 og er í Bolungavíkurhöfn þar sem verið er að lagfæra rafmagn í honum. Báturinn var eitt sinn gerður út frá Bolungavík og hét þá Huldu Keli IS 333. Skráður eigandi bátsins er Hólmi NS-56 ehf á Vopnafirði.
Jóhanna G ÍS 56 var svipt veiðileyfi ótímabundið og segir Karl að verið sé að ganga frá veiðileyfinu, það hafi hreinlega gleymst „að láta skoða bátinn fyrir 14 júlí sem voru bara mannleg mistök, öllum lá svo svakalega á að komast í frí“ og vonast til að Jóhanna fari á sjó um helgina eða strax eftir helgi. Að sögn Karls var „björgunarbáturinn var í skoðun í gær inná Ísafirði og það þurfti að blása hann upp yfir nótt, kaupa nýtt sl. tæki og sjúkrakassa.“
Aðspurður um það hvenær vinnsla hefjist aftur í West Seafood svarar Karl því til að verið sé „að vinna aðeins eða öllu heldur voru menn í síðustu viku fyrir vestan og eru núna.“