EM í körfu: Ísland U18 tapaði fyrir Bosníu 57:84

Hugi Hallgrímsson í leiknum í dag.

Landslið Íslands á EM í U18 körfu drengja tapaði í morgun fyrir liði Bosníu 57:84 í fyrsta leik C riðils. Hugi lék í 22 mínútur og skoraði 2 stig og Hilmir lék tæpar 8 mínútur. Í hálfleik munaði aðeins 3 stigum á liðunum en Bosníu drengir juku muninn um 15 stig í þriðja leikhluta og náði þá 18 stiga forystu.

Önnur lið í riðlinum eru Tékkland, Ísrael, Lúxemborg og Noregur.

Ísrael burstaði Noreg með 47 stiga mun og Tékkar unnu Lúxemborg með fáheyrðu yfirburðum 117:33.

Í kvöld leika íslendingar við Tékka. Keppt er í Oradea í Rúmeníu.

DEILA