Karfa: Tveir Ísfirðingar á Evrópumót í U18

U18 ára lið drengja fór á miðvikudagsmorgun frá Leifstöð á Evrópumeistaramót, EM ,þar sem liðið leikur í B-deildinni þetta árið en mótið fer fram í borginni Oradea í Rúmeníu. Ísfirðingarnir Hugi og Hilmir Hallgrímssynir voru valdir í liðið.

Mótið hófst á riðlakeppninni núna í dag, föstudag með fyrsta leik gegn Bosníu kl. 11:00 að íslenskum tíma (14:00 úti). Ísland leikur í C-riðli með Bosníu, Ísrael, Lúxemborg, Tékklandi og Noregi. Eftir leiki í riðlinum taka svo við leikir í úrslitum og um sæti.
Í U18 karla senda 49 þjóðir lið til keppni í á EM mót U18 drengja þetta sumarið.
Þar eru 16 í A-deild, 24 í B-deild og 9 í C-deild.
Í vetur var valinn 12 manna lið og varamenn einnig sem hafa hæft með liðinu. Skömmu fyrir brottför meiddist Ingimundur Orri Jóhannsson frá Stjörnunni og þurfti hann að þeim sökum að draga sig úr liðinu fyrir EM vegna meiðslanna en hann lék með liðinu á NM í Finnlandi í júní og kom Einar Þorteinn Ólafsson frá Val inn í liðið í hans stað.
Þá kom Benedikt Guðmundsson einnig inn sem aðstoðarþjálfari nýlega þar sem Baldur Þór Ragnarsson, sem hefur verið aðstoðarþjálfari U18 drengja, er í verkefni með A-landsliði karla á næstu vikum.
Fyrir EM er Íslenska liðið og hópurinn þannig skipaður:
 
U18 drengja:
Ástþór Atli Svalason · Valur
Benóný Svanur Sigurðsson · ÍR
Dúi Þór Jónsson · Stjarnan
Einar Þorsteinn Ólafsson · Valur
Friðrik Anton Jónsson · Stjarnan
Hilmir Hallgrímsson · Vestri
Hugi Hallgrímsson · Vestri
Júlíus Orri Ágústsson · Þór Akureyri
Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn
Sveinn Búi Birgisson · KR
Veigar Páll Alexandersson · Njarðvík
Þorvaldur Orri Árnason · KR
Þjálfari: Ingi Þór Steinþórsson
Aðstoðarþjálfarar: Benedikt Guðmundsson og Þórarinn Friðriksson
Sjúkraþjálfari: Stefán Magni Árnason
DEILA