Ekki er rekin leikskóli á Barðaströnd í Vesturbyggð en bæjarstjórn hefur samþykkt að stuðla að þjónustu dagforeldra á Barðaströnd. Samkvæmt reglunum mun Vesturbyggð veita dagforeldri stuðning í formi húsnæðis til dagvistunar barna og einnig styrk til að öðlast réttindi sem dagforeldri. Með reglunum er það von bæjarstjórnar Vesturbyggðar að unnt verði að auka þjónustu við barnafjölskyldur á Barðaströnd strax næsta haust.
Arnheiður Jónsdóttir, félagsmálastjóri Vesturbyggðar segir að dagforeldrar séu sjálfstætt starfandi og setji upp sína gjaldsskrá og sveitarfélagið niðurgreiði svo eftir ákveðnum reglum. Miðast niðurgreiðslan við tímafjölda dagvistunar og hjúskaparstöðu foreldra og er frá 15.645 kr upp í 44.205 krónur á mánuði fyrir barn.
Enn hefur enginn sótt um að gerast dagforeldri.