„Það hefur verið mikið líf í Ísafjarðardjúpinu í sumar“ segir Ragnar Kristinsson, skipstjóri og eigandi að hvalaskoðunarbátnum Ölver ÍS 38. „það er óvenjumikið af fulgi, bæði svörtum og hvítum, lunda, teistu og kríu. Við erum að sjá heilu breiðurnar af lunda og kríu.“
Það hefur sést hvalur í hverri ferð segir Ragnar, „það eru allt upp í 6 hvali í kringum bátinn. Mest er þetta hnúfubakur.“
Ragnar segir að hann sé helst að sigla um í Útdjúpinu, út af Álftafirði og inn undir Vigur. Það hefur verið töluvert að gera í sumar í hvaðaskoðuninni. Á morgun verða tvær ferðir og sömuleiðis á sunnudaginn.