Sálumessa, tónverk eftir Feonu Lee Jones, verður flutt í kvöld, föstudag kl 20 í Hömrum, sal Tónlistarskólans á Ísafirði – aðgangur ókeypis.
,,Ég hef verið að vinna að því að semja Sálumessu í 7 þáttum á meðan á dvöl minni í gestavinnustofum ArtsIceland hefur staðið. Þrír til fjórir þættir verða fluttir í Hömrum sal Tónlistarskóla Ísafjarðar næstkomandi föstudag 19. júlí. Sálumessan er ekki skrifuð fyrir neinn sérstakan heldur er henni ætlað að heiðra þá sem látnir eru. Lítill fimm manna kór mun tónlesa ófullgerða útgáfu af þessum þremur til fjórum köflum. Flutningurinn tekur um 20-30 mínútur.‘‘
Feona Lee Jones býr í Santa Cruz í Bandaríkjunum þar sem hún vinnur sem tónskáld, píanóleikari og kennari. Í tónsmíðum sínum og píanóleik leitast hún við að kanna sitt eigið tónmál sem er undir áhrifum frá klassísk, djassi, hefðbundinni tónlist frá Norður-Indlandi, avantgarde kvikmyndatónlist, tilraunaleikhúsi og raftónlist. Tónlist hennar hefur verið tekin til flutnings í Bandaríkjunum, á Íslandi og í Póllandi. Virtir hljófæraleikarar hafa pantað og flutt tónlist hennar s.s. Del Sol String Quartet, Composers Inc., Awesome Orchestra, The Humane Leauge, Opera on the Spot, Luger Hofmann-Engl og Invoke String Quartet. Hún lætur sér ekki nægja eina tegund tónlistar og semur tónlist til flutnings á tónleikum, kvikmyndatónlist, tónlist fyrir gagnvirka tölvuleiki og nú síðast, óperu.