Safnað í blindni

Safnað í blindni er sýning sem opnuð verður í dag kl. 16:00 í Náttúrugripasafni Bolungarvíkur.

Listakonan, Ingrid Mostrey, verður til staðar við opnunina og mun spjalla við gesti um verk sín og vinnuaðferðir.

Ingrid Mostrey er upptekin af því smáa og því sem lætur lítið yfir sér. Hún kannar í undrun og ákefð fíngerð verk náttúrunnar sem þróast hafa og aðlagast í tímans rás. Verk hennar eru eins og stuttur leiðangur eða lítið rölt meðfram jaðrinum á stóru flæði.

Ingrid Mostrey lærði skúlptúr og skartgripagerð. Hún bjó og starfaði sem listamaður og hönnuður í Berlín í meira en þrjá áratugi áður en hún ákvað að flytja aftur til Ostend í Belgíu þangað sem hún fæddist.

Sýningin verður opin á opnunartíma safnsins næstu þrjár vikur.

DEILA