Keppni hófst í dag um Vestfjarðavíkinginn 2019. Keppt er í Strandasýslu. Byrjað var á Hólmavík og var fyrsta keppnisgreinin að ýta bíl. Síðan færðist keppnin til Djúpuvíkur og keppt í sirkus handlóðum. Kl 18 í kvöld verður keppt í Norðurfirði í kútakasti.
Á morgun heldur keppnin áfram og verður keppt í Súðavík og á Þingeyri.
Í Súðavík verður keppt í Raggagarði í steinapressum frá kl 12 og kl:17:00 hefst næsta þraut og verður hún á Þingeyri. Þar verður keppt við Sundlaugina í tunnuhleðslu.
Laugardagur 13.júlí hefst keppnin Kl:11:00 á Suðureyri við Sjöstjörnuna og keppt verður í réttstöðulyftu.
Síðan verður farið aftur til Þingeyrar og tvær síðustu greinarnar fara þar fram.
Kl:14:00 á Víkingasvæðinu verður keppt í bóndagöngu. og Kl:15:00 í steina tökum upp á öxl.