Strandveiðibátur strandar í Súgandafirði

Suðureyrarhöfn. Mynd : Kristinn H. Gunnarsson.

Björgunarsveit á Suðureyri var kölluð út um hálf fimm í dag vegna báts sem sigldi í strand utarlega í Súgandafirði, engin slys urðu á fólki. Björgunarbátur var kominn á staðinn stuttu síðar en þar sem það hefur nú að mestur nú fjarað út undan bátum er björgunarbáturinn farinn aftur í höfn.

 

Gat kom á skrokk bátsins og eru verið að koma dælum um borð í hann frá landi. Ekki verður reynt að draga bátinn af strandstað að sinni, beðið verður eftir hagstæðari sjáfarföllum varðandi framhaldið.

DEILA