Vestri fær liðsauka

Gunnar Jónas Hauksson hefur gengið til liðs við knattspyrnulið Vestra frá Gróttu á láni út tímabilið, en þar hafði hann spilað með þeim í Inkasso deildinni.

Gunnar sem er tvítugur getur spilað bæði í vörn og á miðju.

Einhverjir ættu að kannast við nafnið, en Gunnar er sonur þeirra Hauks Davíðs Jónasarsonar og Hansínu Þóru Gunnarsdóttur, það er því um heimadreng að ræða segir á vefsíðu Vestra.

Vestri er í 2. sæti í 2. deildinni eftir 10 umferðir af 22. Tvö efstu liðin vinna sér sæti í 1. deild.

DEILA