Vestri upp í 2. sætið

Frá leik Vestra gegn Dalvík. Pétur Bjarnason með boltann.

Knattspyrnulið Vestra í 2. deild karla lék á laugardaginn á Torfnesi við efsta lið deildarinnar Leikni frá Fáskrúðsfirði. Austfirðingarnir voru taplausir fyrir þeikinn við Vestra og hafa sýnt góða frammistöðu í deildinni í ár.

leikar fóru svo að Vestri vann Leikni með marki Pétur Bjarnasonar í síðari hálfleik. Samúel Samúelsson, formaður knattspyrnudeildar var kampakátur þegar Bæjarins besta ræddi við hann í gær.

„Það liggur gríðarlega vel á mér“ sagði Samúel “ við vorum fantagóðir, vel skipulagðir, duglegir og lögðum mikla vinnu í leikinn og frábært lið Leiknis átti varla skot á markið allan leikinn.“

Næsti leikur Vestra verður á Sauðárkróki við lið Tindastóls á laugardaginn. Sauðkrækingar eru langneðstir í deildinni. Verður þetta ekki bara formaðtriði að vinna þá, Samúel?

„Nei, öðru nær, það hefur undanfarin ár verið Tindastólsgrýla í okkur“ svaraði Samúel og bætti við að Vestri hafi aðeins fengið 1 stig gegn Tindastólsmönnum í fyrra. Það reyndist dýrt þegar upp var staðið eftir leiktíðina.

DEILA