Í gær fór fram á Tungudalsvelli ICEWEAR mótið í golfi. ICEWEAR hefur framleitt íslenskan útivistarfatnað síðan 1972 og sérhæft sig í útivistarfatnaði,ullarfatnaði, íslenskri ull, húfum, teppum og fleira.
Verðlaun voru mjög vegleg, gjafabréf frá ICEWEAR.
Mótið fór fram í einstakri veðurblíðu sólskini og logni og völlurinn betri en nokkru sinni fyrr,keppendur voru 25. Á þessu móti var tekinn í notkun nýr teigur á 9.braut á gulum. Er rómur manna að tilkomumikið og ekki síður krefjandi sé að slá af teignum sem gnæfir yfir brautina.
Sigurvegari í höggleik án forgjafar var Baldur Ingi Jónasson GÍ á 78 höggum, í öðru sæti var Stefán Óli Magnússon GÍ á 79 og í þriðja sæti var Kristinn Þórir Kristjánsson GÍ á 84 höggum.
Sigurvegarar í höggleik með forgjöf voru Ólafur Ragnarsson GÍ og Guðni Ólafur Guðnason báðir með 37 punkta, í þriðja sæti var Gísli Jón Hjaltason á 35 punktum.
Næstu mót hjá Golfklúbbi Ísafjarðar er vikulega fimmtudagsmótið 11.júlí og á næstu helgi eru tvö mót í Sjávarútvegsmótaröðinni, Íslandssögumótið laugardaginn 13.júlí og Klofningsmótið sunnudaginn 14.júlí.
Sjá nánari upplýsingar á Golf.is https://mitt.golf.is/#/motaskra/ollmot/79/