Matvælastofnun var rétt í þessu að auglýa tillögu sína að rekstrarleyfi fyrir laxeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Um er að ræða leyfi til 17.500 tonna eldi til Arctic Sea Farm hf á Ísafirði og Fjarðalax ehf á Bíldudal.
Leyfin voru gefin út þann 22. desember 2017 en voru fellt úr gildi af úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem talinn var skortur á umræðu um valkosti í umhverfismati. Samþykkt voru lög sem veittu heimild til þess að gefa út rekstrarleyfi til bráðabirgða á meðan bætt yrði úr annmörkum umhverfismatsins. Það hefur verið gert og hafa rekstraraðilar lagt fram viðbót við umhverfismatið.
Þannig að unnið er með eldri umsókn og ný gögn sem rekstaraðili hefur lagt fram vegna eldisins.
Athugasemdir við tillöguna og fylgigögn skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. ágúst 2019.
Tillagan gerir ráð fyrir 6.800 tonna leyfi til Arctic Sea Farm hf. Sjókvíaeldissvæðin eru P
(Kvígindisdalur) og T (Hvannadalur). Heimilt er að framleiða 3.400 tonn á hvoru
eldissvæði.
Lagt er til að Fjarðalax ehf fái leyfi til 10.700 tonna framleiðslu. Sjókvíaeldissvæðin eru P
(Þúfneyri, Hlaðseyri, Sandoddi) og T (Laugardalur). Heimilt er að framleiða 5.350 tonn á hverju eldissvæði nema að Hlaðseyri, þar er heimilt að framleiða 2.000 tonn. Hámarkslífmassi að Hlaðseyri má ekki fara yfir 2.000 tonn á hverjum tíma.