Tónlistarhátíðin Miðnætursól í Bolungavík fór af stað í gærkvöldi með tónleikum í Félagsheimili Bolungavíkur. Úkraínska kammersveitin Kyiv Soloists lék klarinettukonsert Mozarts í A-dúr og sinfóníu nr. 40 í G-moll eftir Mozart. Einleikar var Selvadore Rähni.
Tónleikarnir voru ágætlega sóttir og voru tónleikagestir mjög ánægðir með flutninginn. „Masterklass“ sagði Kjartan Sigurjónsson, fyrrverandi organisti í Ísafjarðarkirkju og þurfti ekki fleiri orð til þess að lýsa hrifningu sinni. Fleiri gestir, sem rætt var við, viðhöfðu álíka ummæli. Listamönnunum var ákaflega vel fagnað í lok tónleikanna.
Aðrir tónleikar verða í kvöld á sama stað og verða þá flutt einleiksverk eftir Chopin, Scarlatti, Beethoven, Liszt, Grainger og Oliver Rähni.
Á morgun verður söngnámskeið á dagskrá Miðnætursólar. Leiðbeinandi er María Ólafsdóttir og á laugardaginn lýkur Miðnætursól með tónleikum söngnemandanna og Maríu Ólafsdóttur.