Kaldi eða stinningskaldi í dag

Veðurstofan spáir norðaustan 8-13 m/s á Vestfjörðum í dag með slyddu eða snjókomu, einkum á svæðinu norðanverðu en léttir svo heldur til í kvöld. Á morgun er gert ráð fyrir norðaustan 13-18 m/s. Hitinn verður í kringum frostmark í dag, en 0 til 5 stig á morgun. Í spá fyrir landið á laugardag er gert ráð fyrir sunnan 10-18 m/s austanlands en hægari vindi suðvestanlands. Rigning í flestum landshlutum en norðaustlægari og slydda á Vestfjörðum. Hiti 1 til 6 stig.

Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir, snjóþekja og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði og snjóþekja er á Hálfdán.

DEILA