Tónlistarhátíðin miðnætursól: Kyiv Sololists undirbýr tónleikana

Úkraínska kammersveitin Kyiv Soloists er komin til Bolungavíkur og var í morgun við æfingar fyrir tónleikana annað kvöld og á fimmtudagskvöldið. Með kammersveitnni leikir Selvadore Rähni, en hann  er eistneskur klarínettleikari búsettur í Bolungavík.

Kammersveitin Kyiv Soloists kemur frá Kiev, höfuðborg Úkraníu, og samanstendur af úkranísku tónlistarfólki sem hefur sigrað í úkranískum og alþjóðlegum tónlistarkeppnum.

Selvadore Rähni hefur búið á Íslandi frá 2005. Hann hefur komið fram sem einleikari víða í Evrópu og Japan og leikið einleik sem gestaleikari með mörgum þekktum evrópskum og japönskum hljómsveitum.

Tónleikarnir eru hluti af Tónlistarhátíðinni Miðnætursól sem er samstarfsverkefni Tónlistarskóla Bolungarvíkur og Bolungarvíkurkaupstaðar.

Tónleikarnir fara fram í Félagsheimili Bolungarvíkur miðvikudaginn 3. júlí og fimmtudaginn 4. júlí og hefjast kl. 20:00.

DEILA