Karfan: Norðurlandamótinu lokið – drengirnir í 3. sæti

Hugi Hallgrímsson í leiknum gegn Finnum í gær.

Norðurlandamóti unglinga í körfuknattleik lauk í gær. Mótið fór fram í Finnlandi. Íslendingar sendu fjögur lið til keppni, drengja og stúlknalið tveimur aldursflokkum 16 ára og yngri og einnig 18 ára og yngri.

Drengjaliðin urðu bæði í 3. sæti af 6, sem verður að teljast góður árangur. U16 liðið lék síðast við Finna og vann þá 85:66. Friðrik Heiðar Vignisson, Vestra lék rúmar 10 mínútur.

U18 liðið tapaði fyrir Finnum 79:53. Þar léku bræðurnir Hugi og Hilmir Hallgrímssynir frá Ísafirði mikið og létur að sér kveða. Hugi lék 32 mínútur , skorðai 10 stig og tók 9 fráköst en Hilmir lék 17 mínútur og skoraði 4 stig, auk þess að taka eitt frákast.

Stúlknaliðin áttu meira á brattan að sækja. U16 liðið  vann Finna í síðasta leik 52:47 og varð í 5. sæti af 6 liðum. Helena Haraldsdóttir, vesra tók 2 fráköst í leiknum og spilaði nærri 7 mínútur.

U18 lið stúlkna tapaði fyrir Finnum 76:48 og varð í 4. sæti á mótinu.

DEILA