Að gefnu tilefni, um Listasafn Ísafjarðar.

Prófessor Sigurjón Baldur Hafsteinssson, byrjaði að leggja drög að bók um Listasöfn á Íslandi árið 2015. Af því tilefni hafði hann samband við Jón Sigurpálsson sem fyrr skrifað grein í sambærilegri útgáfu um byggðasöfn á Íslandi. Jón vísar erindinu einfaldlega til Jónu Símoníu, sem er forstöðumaður Listasafns Ísafjarðar og því partur af hennar starfsskyldum sem slík að vera í forsvari fyrir safnið. Jóna Símonía vísar þessu einfaldlega frá sér sökum tímaskorts að hennar sögn.

Ég hef undir höndum tölvupóst sem staðfesta frásögn mína, þannig var sannarlega rætt við Jónu Símoníu.

Sigurjón frétti að ég, Helga Þórsdóttir, væri tekin til starfa á Ísafirði og hefur hann því samband við mig í framhaldi og biður um að ég taki verkefnið að mér árið 2016. Ég ræddi þetta strax í framhaldi við Jónu Símoníu og var hún því vel meðvituð um að ég væri að skrifa þessa grein. Ég er með tölvupóst sem staðfestir frásögn mína. Þann tölvupóst hef ég sent m.a. á BB þannig að það þarf enginn  að taka bara mín orð fyrir því.

Ég var lengi að skrifa greinina og er hún rannsókn sem mjög erfitt var að framkvæma, sökum skorts á heimildum og almennu andvaraleysi um málefni Listasafns Ísafjarðar, í stjórnsýslu sem og annars staðar.

Niðurlag greinarinnar er ekki léttvæg hending skrifuð í uppnámi dagsins og rétt er að það komi fram að greinninni var skilað haustið 2018.

Ég var því ekki að skrifa þetta í gær, betra er að fólk hafi það á hreinu áður en það setur fram skoðanir um mig og mína persónu, án þess að vita staðreyndir málsins.

Að lokum vil ég segja það, greininn fjallar einfaldlega ekki um Jónu Símoníu, heldur er niðurlag greinarinnar gagnrýni á stjórnsýslulega ákvörðun sem kom Listasafni Ísafjarðar hreint ekki vel. Ég sem fagmaður í skrifum um myndlist get ekki skrifað hlutina öðruvísi en þeir eru. Svo erfitt var að koma prenthæfu niðurlagi saman að ég ætlaði að segja mig frá verkinu á einum tímapunkti árið 2017, vitni er að því samtali mínu við Sigurjón. Ég frábið mér allt tal og dylgjur um persónulega hluti í framhaldinu og vona að fólk lesi frekar Sögu Listasafna á Íslandi.

Helga Þórsdóttir

DEILA