Púkamótið: Bæjarstjórinn skorar á bæjarstjórann

Púkamótið hefst á Ísafirði á föstudaginn og keppendur eru farnir að undirbúa sig af kappi.

Meðal atriða verður vítakeppni þar sem skorað er á ýmsa liðtæka knattspyrnumenn. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar skorar á Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra í Bolungavík.

Í morgun náðist þessi mynd af Guðmundi við æfingar og verður  ekki annað séð en að Bolvíkuringurinn sé með einbeitinguna í lagi og þar af leiðandi býsna sigurstranglegur.

Vegna anna Bjarna Jóhannssonar þjálfara Vestra mun Jóhann Torfason skora á Harald Leifsson í vítakeppninni.

Aðstandendur mótsins vilja minna á skráninguna á mótið sem stendur yfir og sérstaklega minna Ísfirðinga á að skrá sig.

DEILA