U15 vann og tapaði

U15 lið stúlka á alþjóðlega  mótinu Copenhagen-Invitational í Danmörku lék tvo leiki í dag. Það vann fyrri leikinn gegn danska liðinu 51:44. Gréta Proppe skorað eitt stig. Íslenska liðið varð í öðru sæti í sínum riði og leikur því um 5. – 8. sætið á mótinu.

Seinni leikur dagsins var gegn þýska liðinu Berlin BBW og var liður í keppninni um 5. – 8. sætið. Þjóðverjarnir fóru með sigur af hólmi 50:32.

Á morgun leika stúlkurnar gegn norskum stúlkum  um 7. og 8. sætið í mótinu.

DEILA