Þjóðhátíð á Hólmavík

Frá hátíðahöldunum á Hólmavík. Myndir: Jón Halldórsson.

Þjóðhátíðardagurinn fór fram á Hólmavík með hefðbundnum hætti.  Að sögn Jóns Halldórssonar gekk dagskráin vel og veður var sæmilegt en nokkuð svalt í norðanáttinni.

Hátíðahöldin fóru fram við Galdrasafnið. Hin þýsk/danska Henrike Stuehff var fjallkonan og fór með ljóð á íslensku með miklum glæsibrag.  Íris Björg Guðbjartsdóttir bóndi á Klúku fór með þjóðhátíðarlag sem hún samdi við ljós eftir Kristján Hreinsson, Skerjafjarðarskáld.

DEILA