Hinn 17 ára gamli knattspyrnumaður úr Vestra, Birkir Eydal, hefur verið valinn á úrtaksæfingu U-18 landsliðsins. Að Birkir hafi verið valinn kemur þeim sem þekkja til hjá Vestra ekki óvart, enda löngum vitað hvað í honum býr. „Þessi árangur er auðvitað mjög góður ef við lítum á kringumstæðurnar,“ segir Svavar Þór Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Vestra. Í úrtaki hjá KSÍ eru valdir 90 strákar til þátttöku í fyrsta hópi. Þessir hópar eru síðan skornir niður í smærri hópa og nú er Birkir t.d. kominn í 30 manna úrtak. „Það þýðir að hann er samkvæmt þjálfurum þessa landsliðs í topp 30 af um 400 strákum sem æfa í þessum aldursflokki á landinu.
Í byrjun febrúar voru þeir Guðmundur Arnar Svavarsson og Ívar Breki Helgason voru valdir úr röðum Vestra til að taka þátt í úrtaksæfingum fyrir U-16 landsliðið og eru þeir enn í 90 manna úrtakinu.
Svavar bendir á að tveir drengir úr Vestra, þeir Þórður Hafþórsson og Þráinn Arnaldsson, eru báðir komnir í 30 manna úrtak í U-17 landsliðsins.
„Hjá stelpunum eru Hafdís Bára Höskuldsdóttir og Lára Ósk Albertsdóttir í sömu aðstæðum. Þær eru að banka á dyr landsliðanna í sínum aldursflokki og eru komnar í gegnum fyrsta niðurskurð. Þær hafa líka verið að spila með strákunum núna til þess að æfa þær í hraðara spili og öðrum aðstæðum sem gætu nýst þeim vel í þessari baráttu,“ segir Svavar.
Þess má geta að Birkir er afar fjölhæfur íþróttamaður, þrátt fyrir ungan aldur hefur hann keppt með meistaraflokki Vestra (áður Skellur) í blaki í fjögur ár og hefur farið fjórum sinnum á erlend stórmót með unglingalandsliðum í blaki.
smari@bb.is