Á vegum Bolungavíkurkaupstaðar hófst nú í morgun borun eftir köldu vatni. Neysluvatn Bolvíkinga er sótt í yfirborðsvatn ofarlega í Tungudal. Borað verður á tveimur stöðum, annars vegar við neðra vatnsbólið og hins vegar við Hólsána. Unnið er í samstarfi við séfræðinga Íslenskra Orkurannsókna. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri sagði í samtali við Bæjarins besta að verið væri að kanna grunnvatnsstöðuna.
Það er Árni Kópsson og fyrirtæki hans Vatnsborun sem vinnur verkið.