Gunnar Jónsson listamaður frá Ísafirði verður með leiðsögn um sýningu sína Gröf í Listasafni Reykjavíkur, D-sal Hafnarhúss í kvöld fimmtudagskvöld 6. júní kl. 20.00.
Gunnar er fæddur í Reykjavík árið 1988 en ólst upp á Ísafirði og býr þar og starfar í dag. Gunnar lauk BA-prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum rannsakar hann eigin uppruna, sjálfsmynd og umhverfi. Gunnar vinnur meðal annars með vídeó, ljósmyndir og tónlist. Hann er virkur í ýmsu félagsstarfi og er m.a. varamaður í stjórn Reykvíkingafélagsins á Ísafirði.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur