Gerður hefur verið samningur milli Bolungavíkurkaupstaðar og Raggagarðs vegna vinnu vinnuskóla Bolungarvíkurkaupstaðar í einn vinnudag í Raggagarði í Súðavík.
Samningurinn var lagður fram í bæjarráði sem bókaði að það taki vel í beiðnina og þá samvinnu sem þarna á sér stað.
Vinnuskóli Bolungarvíkur hefur tekið þátt í þessu verkefni undanfarin ár og verður engin breyting á því. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri sagði í viðtali við Bæjarins besta að þetta verkefni undirtrikaði mikilvægi þess að sveitarfélögin ætti gott samstarf.