Sjómannadagsmót Íssins í golfi

Golfmót Íssins var haldið á Tungudalsvelli á sunnudaginn, í norðaustan kalda og hryssing.

Í höggleik án forgjafar var Wirot Khiasanthia í fyrsta sæti með 77 högg.

Í öðru sæti var Kristinn Þórir Kristjánsson á 84 höggum og Baldur Ingi Jónasson í þriðja sæti á 88 hökkum.

Í punktakeppni voru hjónin Sólveig Pálsdóttir og Guðni Guðnason í fyrsta og öðru sæti með 32 punkta, en Egill Hrafn Benediktsson í þriðja sæti með 32 punkta.

Þátttak var frekar dræm, enda mikið um að vera á hátíð sjómanna við Djúp og ekki allir á heiman gengt í golfmót.

DEILA