Að venju var vegleg dagskrá á Patreksfirði um sjómannadagshelgina. Hátíðin hófst fimmtudaginn 30. maí með skemmtiskokki, vortónleikum Tónlistarskóla Vesturbyggðar og götugrilli. Síðan var samfelld dagskrá fram á sunnudag með sýningum, fjallgöngu, dansleikjum, tónleikjum, kappróðri og kaffisölu svo nokkuð sé nefnt.