Sjálfsbjörg Ísafirði knýr á um úrbætur á aðgengi

Sjálfsbjörg á Ísafirði hefur undanfarin ár verið að vinna að aðgengismálum í bæjarfélaginu segir Hafsteinn Vilhjálmsson, formaður félagsins.

„Landssamtökin hafi staðið fyrir átaksverkefnum sem aðildarfélögin hafa unnið að hvert í sínu byggðalagi. Árið 2017 voru sundstaðir teknir út og aðgengi skoðað og myndað, okkar félag tók út Sundhöllina hér á  Ísafirði og Sundlaugina á Þingeyri, þessar skýrslur og myndir eru til hjá Ísafjarðarbæ.
Árið 2018 voru söfnin tekin út með aðgengi fatlaðra í huga, okkar félag skoðaði Safnahúsið við Eyrartún Byggðasanið í Neðsta og Safn Jóns Sigurðssonar að Hrafnseyri.
Á þessu ári á að taka út aðgengi á leikskólum bæjarins.“

Afstýrðu slysi í Sundhöllinni

„Framangreint hefur verið unnuð í góðri samvinnu við Ívar, íþróttafélag fatlaðra,
og má nefna að við komum í veg fyrir skerta aðkomu að Sundhöllinni við Austurveg
með viðræðum við Tæknideild bæjarins og stjórnendur Grunnskólans.
Að þessu frátöldu hefur sífelt verið að fylgjast með aðgengi hreyfihamlaðra í bænum,
þ.s. þeirra sem nota hjólastóla, rafskutlur og þess fjölda sem nýtir sér göngugrindur til að
komast um bæinn, það má ekki hefta ferðafrelsi þessa fólks.“

Varðandi Alþýðuhúsið segir Hafsteinn að hann hafði á síðasta ári átt samræður
við Finnboga Sveinbjörnsson formann VerkVest  um aðgengismál Alþýðuhúsins, þar kom fram að Verkalýðsfélagið er að skoða þetta í samhengi við væntanlegar endurbætur á húsinu og vonandi fari þessi áform fari að skýrast.

Fékk ekki áheyrn

„Nú á þessu vori hef ég á rölti mínu um bæinn verið að taka myndir af gangbrautum og gangstéttum sem ekki fullnægja kröfum um gott aðgengi.
Þar sem ég fékk ekki áheyrn hjá bæjarstjóra eða ritara fór ég og hitti Ralf Trylla umhverfisfulltrúa bæjarins, hann er að vinna að betrumbótum á gangstéttum og gangbrautum og skulum við vona að þess sjáist fljótlega merki. Þórdísi Sif sendi ég email varðandi annað sem ég vildi koma á framfæri t.d. varðandi aðkomu að Stjórnsýsluhúsinu, það er ekki auðvelt Aðalstrætismegin, einnig atriði sem varða Byggðasafnið.“

DEILA