Ísafjörður: Nýja björgunarskipið vígt á morgun

Laugardaginn 1. júní verður nýtt björgunarskip Ísfirðinga formlega vígt í Ísafjarðarhöfn. Nýja skipið sem hlotið hefur nafnið Gísli Jóns, mun fylgja Páli Pálssyni ÍS í hefðbundinni sjómannadagssiglingu en eftir siglinguna fer vígslan fram við lóðs og björgunarskipa bryggjuna.

Dagskráin sem byrjar kl. 12:15 er eftirfarandi
-Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar flytur nokkur lög.
-Ávarp frá fulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.
-Ávarp frá Kristjáni Þór Kristjánssyni, forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
-Fulltrúi björgunarbátasjóðsins fer yfir eiginleika bátsins.
-Séra Magnús Erlingsson vígir bátinn og nafn bátsins afhjúpað.

Að dagskrá lokinni er öllum viðstöddum boðið að skoða nýja skipið. Slysavarnardeildin Iðunn sér um veitingar sem eru í boði sjómannadeildar VerkVest. Í boði verða grillaðar pylsur, gos, kaffi og konfekt auk þess að hoppukastalar verða í boði fyrir krakkana.

Allir velkomnir.

DEILA