Bolungavík: Björgunarbátnum gefið nafn á morgun, laugardag

Nýi björgunarbátur björgunarsveitarinnar Ernis í Bolungavík verður vígður og honum gefið nafn laugardaginn 1. júní klukkan 9 að morgni áður en farið verður í hátíðarsiglinguna.

 

Ernir keypti bátinn nú í byrjun sumars af björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík. Báturinn er með tveimur svokölluðum þotudrifum og kemur upphaflega frá Noregi. Hann er 6 brúttótonn og er smíðaður úr áli árið 1997 en yfirfarinn og honum breytt 2005.

 

Frá því er greint á vikari.is að þegar báturinn var kominn til Bolungavíkur hafði styrktaraðili samband og vildi leggja fram styrk en þar sem þegar var búið að greiða bátinn varð að samkomulagi að styrktaraðilinn endurnýjaði tvær vélar bátsins. Nýju vélarnar eru  komnar í bátinn og hann kominn á sinn stað í Bolungavíkurhöfn.

DEILA