Í gær voru undirritaðar bókanir við fríverslunarsamning Íslands og Kína. Með bókununum opnast ný tækifæri fyrir útflutning á íslenskum framleiðsluafurðum til Kína. Það voru Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína sem skrifuðu undir við opinbera athöfn í Reykjavík.
Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, er staddur hér á landi vegna undirritunar á þremur nýjum bókunum við fríverslunarsamning Íslands og Kína. Bókanirnar varða viðurkenningu á heilbrigðisstöðlum fyrir fiskeldisafurðir þar með talið eldislax, fiskimjöl og lýsi og ull og gærur. Þær voru undirritaðar í höfuðstöðvum Matvælastofnunar á Selfossi en þær eru afrakstur samstarfs Matvælastofnunar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins við yfirvöld tolla- og dýraheilbrigðismála í Kína. Einnig var undirritað samkomulag um eflingu samstarfs á sviði heilbrigðiseftirlits.
Í ár eru fimm ár eru liðin frá gildistöku samningsins.
Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish var við staddur athöfnina og sagði í samtali við Bæjarins besta að samningurinn opnaði tollfrjálsan markað, sem væri stærri en öll Evrópa fyrir afurðir eldislax.
Myndir: Sigurður Pétursson.