Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 2018 komið út

Ársrit Sögufélags ísfirðinga 2018, 56. ár er komið út. Ritstjórar eru Jón Þ. Þór og Veturliði Óskarsson. Á forsíðu er mynd af Súgandafirði sem Róbert Schmidt tók.

Ritstjórar ársritsins segja í ávarpi sínu að meira efni hafi borist til þeirra á árinu en mörg undanfarin ár og fyrir vikið sé efni 56. árgangs fjölbreytt og fróðlegt, taki til ýmissa tímabila og margra svæða.

Fitjað er upp á þeirr nýbreytni að endurbirta efni frá fyrri árgöngum og er í þessu hefti grein Jóns Grímssonar Ísafjörður fyrir sextíu árum sem birtist í fyrsta árgangi ársritsins. Í greininni er brugðið ljósi á Ísafjörð og mannlífið þar á því Herrans ári 1896.

Guðfinna Hreiðarsdóttir skrifað minningargrein um Geir Guðmundsson í Bolungavík sem lést á árinu, en hann átti sæti í stjórn Sögufélags ísfirðinga í nærri fjörtíu ár.

Kjartan Ólafsson fyrrv ritstjóri og alþm skrifar um Suðureyri 1911 – 1916, úr dagbókum Magnúsar Hjaltasonar. Þá skrifar Leifur Reynisson grein sem hann nefnir örlagasaga Dýrfirðings og er um Jón Mósesson frá Arnarnesi við Dýrafjörð.

Margt fleira áhugavert er í ársritinu og verður enginn svikinn af því að festa kaup á því.

Stjórn Sögufélags Ísfirðinga skipa Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður, Sigurður Pétursson, ritari, Magni örvar Guðmundsson, gjaldkeri og meðstjórnandi er Valdimar H. Gíslason.

DEILA