Vegurinn á Bolafjall er opinn fyrir umferð

Frá Bolafjalli. Mynd : bolungarvik.is

Vegagerðin  opnaði veginn upp á Bolafjall í dag fyrir almennri umferð.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að búið sé að hefla og rykbinda veginn og setja upp merkingar, en vakin er athygli á því að enn eru snjóskaflar á fjallsbrúnum og brýnt að fara ekki út af stígum vegna aurbleytu uppi á fjallinu.

 

DEILA