Enn eykst ferðamannafjöldinn

Um 148 þúsund er­lend­ir ferðamenn fóru frá land­inu í fe­brú­ar síðastliðnum sam­kvæmt taln­ing­um Ferðamála­stofu í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar eða 47.600 fleiri en í fe­brú­ar á síðasta ári. Aukn­ing­in nem­ur 47,3% milli ára.

Ferðamönn­um fjölgaði jafn­framt mikið milli ára, árin á und­an en aukn­ing­in var 31,2% frá 2013-2014, 34,4% frá 2014-2015 og 42,9% frá 2015-2016.

Frá ára­mót­um hafa 284 þúsund er­lend­ir ferðamenn farið úr landi um Kefla­vík­ur­flug­völl sem er 59,5% aukn­ing miðað við sama tíma­bil í fyrra. Greint er frá þessu á vef Ferðamála­stofu.

Þar kem­ur jafn­framt fram að Bret­ar og Banda­ríkja­menn voru um helm­ing­ur ferðamanna en Bret­ar voru 31,9% og Banda­ríkja­menn 19,5% af heild­ar­fjölda. Tíu þjóðerni sem röðuðust þar á eft­ir voru eft­ir­far­andi, Kín­verj­ar með 5,7%, Frakk­ar með 4,5%, Þjóðverj­ar 4,4%, Kan­ada­menn 3,3% og Hol­lend­ing­ar með 2,1%.

Fjöldi erlendra ferðamenna sem fara um Leifsstöð hefur nærri fjór­fald­ast í fe­brú­ar á fimm ára tíma­bili. Þannig hafa fjöldi N-Am­eríkan­a nærri sex­fald­ast, Mið- og S-Evr­ópu­bú­ar meira en þre­fald­ast. Breskir ferðamenn er þrisvar sinnum fleiri en fyrir fimm árum. Norður­landa­bú­um hef­ur hins veg­ar fjölgað minna eða um 47,3% á tíma­bil­inu 2013-2017.

smari@bb.is

 

DEILA