Um 148 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í febrúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 47.600 fleiri en í febrúar á síðasta ári. Aukningin nemur 47,3% milli ára.
Ferðamönnum fjölgaði jafnframt mikið milli ára, árin á undan en aukningin var 31,2% frá 2013-2014, 34,4% frá 2014-2015 og 42,9% frá 2015-2016.
Frá áramótum hafa 284 þúsund erlendir ferðamenn farið úr landi um Keflavíkurflugvöll sem er 59,5% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Greint er frá þessu á vef Ferðamálastofu.
Þar kemur jafnframt fram að Bretar og Bandaríkjamenn voru um helmingur ferðamanna en Bretar voru 31,9% og Bandaríkjamenn 19,5% af heildarfjölda. Tíu þjóðerni sem röðuðust þar á eftir voru eftirfarandi, Kínverjar með 5,7%, Frakkar með 4,5%, Þjóðverjar 4,4%, Kanadamenn 3,3% og Hollendingar með 2,1%.
Fjöldi erlendra ferðamenna sem fara um Leifsstöð hefur nærri fjórfaldast í febrúar á fimm ára tímabili. Þannig hafa fjöldi N-Ameríkana nærri sexfaldast, Mið- og S-Evrópubúar meira en þrefaldast. Breskir ferðamenn er þrisvar sinnum fleiri en fyrir fimm árum. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað minna eða um 47,3% á tímabilinu 2013-2017.
smari@bb.is