Grunnskólinn á Ísafirði tók þátt í skólahreystikeppninni 2019 í síðustu viku sem fulltrúi Vestfirðinga. Alls voru lið frá 12 grunnskólum á landinu. Lindaskóli í Kópavogi sigraði að þessu sinni. Holtaskóli í Reykjanesbævarð í öðru sæti og Heiðarskóli einnig í Reykjanesbæ hlaut þriðja sætið.
Skólahreysti er liðakeppni á milli grunnskóla landsins. Hvert lið samanstendur af tveimur strákum og tveimur stelpum sem öll þurfa að vera nemendur í 9. og/eða 10. bekk.
Keppt er í fimm greinum, upphífingar, armbeygjur, dýfur, hreystigreip, hraðaþraut.
Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Annar strákurinn spreytir sig á upphífingum og dýfum og hinn tekur hraðaþraut. Eins er með stelpurnar, önnur tekur armbeygjur og hreystigreip og hin hraðaþraut.
Skólahreysti var nú haldin í fimmtánda sinn og tóku 100 grunnskóla þátt í keppninni. Landsbankinn er aðalbakhjarl Skólahreysti og fylgir keppninni um allt land.
Lið Ísfirðinga átti sína stuðningsmenn á áhorfendapöllunum eins og sjá má á myndunum. Það varð að lokum í 11. sæti, en var framan af keppninni nokkuð ofar.
Myndirnar tók Geir A. Guðsteinsson.