Vesturbyggð: útigangskindur í Skor og Stálfjalli

Bæjarskrifstofur Vesturbyggðar

Matvælastofnun hefur ritað Vesturbyggð tvö bréf og tilkynnt um kindur sem ekki hefur verið sinnt um að sækja og minnir á skyldur sveitarfélagsins samkvæmt ákvæðum laga um afréttarmálefni, fjallskil og fleira. Er farið fram á að bæjarstjórn Vesturbyggðar sjái til þess að óskilafé verði tafarlaust komið til byggða.

Fyrra bréfið er dags 1.4. 2019 og þar er greint frá því að MAST hafi upplýsingar um að sést hafi til sauðfjár í Geirþjófsfirði og í landi Vesturbyggðar sem liggur að Tálknanum.  Seinna bréfið er dags 8. apríl 2019 og þar kemur fram að 13 kindur hafi sést í Skor og Stálfjalli og þar af sé ein ærin borin tveimur lömbum í Skor.

Erindin eru ekki lögð fram fyrr en í gær á fundi bæjarráðs og það vísaði þeim til til umfjöllunar í fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps.

Frá því að fyrra bréfið er dagsett hafa verið haldnir þrír fundir í bæjarráði án þess að geta um málið og enginn fundur haldinn í fjallskilanefnd.

 

DEILA