Grenjavinnsla í Vesturbyggð

Frá Rauðasandi.

Sex umsóknir bárust um grenjavinnslu í Vesturbyggð fyrir árið 2019. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri segir að umsóknir hafi borist um vinnslu á þessum svæðum: Rauðasandshreppi, Barðastrandarhreppi innra svæði og Ketildalahreppi.

Hins vegar verða auglýst aftur önnur þrjú svæði, sem eru Patrekshreppur, Suðurfjarðahreppur og Barðastrandarhreppur ytra svæð.

Málið var rætt á fundi bæjarráðs Vesturbyggðar í morgun og var bæjarstjóra falið að gera samninga um grenjavinnslu fyrir þau svæði sem umsóknir bárust.

 

DEILA