Vesturbyggð: útgjöld aukast um 2,4 milljónir króna

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur gert breytingar á viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2019. Ráðist verður í endurbætur á félagsmiðstöðinni Dímon á Bíldudal að fjárhæð 1.400.000 kr. og 950 þúsund kr. er ráðstafað í lagningu heimtaugar. Fjármögnun breytinganna er með lækkun á áður áætluðum fjárfestingum í götum á Bíldudal um 1.000.000 kr. og lækkun handbærs fjár um 1.400.000 kr. Breytingarnar bíða staðfestingar bæjarstjórnar.

Upplýsingamiðstöð 2019

Þá hefur bæjarráð Vesturbyggðar samþykkt að áfram verði gerður samningur við Westfjords Adventures um samstarf um rekstur á upplýsingamiðstöð ferðamanna yfir sumartímann gegn greiðslu styrks að upphæð 900.000 kr.

 

DEILA