Í dag verður norðaustan 3-8 m/s og skýjað á Vestfjörðum samkvæmt spá Veðurstofu Íslands, en 8-13 m/s og rigning eða slydda norðan til síðdegis. Á morgun kveður spáin á um norðaustan 8-15 m/s og slyddu eða snjókomu, einkum á svæðinu norðanverðu. Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig. Á fimmtudag er gert ráð fyrir norðan eða norðaustan 8-13 m/s með slyddu eða rigningu á landinu, en léttskýjuðu á suðvesturhorninu. Hiti verður um eða yfir frostmarki við suður- og austurströndina en annars vægt frost.
Víða er hálka eða snjóþekja á fjallvegum á Vestfjörðum en mikið autt á láglendi.