Daníel og fjölskylda til Noregs

Daníel Jakobsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar hefur fengið leyfi frá störfum sínum sem bæjarfulltrúi   til 1. desember 2019 og hyggst hann dvelja í Noregi og kynna sér fiskeldi í Norður Noregi. Daníel sagði í samtali við Bæjarins besta að hann fari utan á sunnudaginn. Hann verður ekki einn á ferð þar sem fjölskyldan verður einnig í Noregi, en ekki allir í sömu erindagjörðum og mun fjölskyldmeðlimir dvelja á þremur mismunandi stöðum í Noregi. Daníel sagðist hlakka til þess að tíma sem örugglega yrði lærdómsríkur.

DEILA