Dimmalimm hátíðarsýning á Ísafirði í dag

Í dag verður endurnýjaður samstarfssamningur Kómedíuleikhússins og Ísafjarðarbæjar og verður af því tilefni sérstök hátíðarsýning á Dimmalimm í Edinborgarhúsinu í dag kl.17.30.
Miðaverð er aðeins 1.000.- krónur.

Dimmalimm er án efa eitt ástsælasta ævintýri þjóðarinnar. Sagan er eftir listamanninn Mugg frá Bíldudal. Ævintýrið fjallar um prinsessuna Dimmalimm sem eignast góðan vin sem er stór og fallegur svanur. En einsog í öllum góðum sögum þá gerist eitthvað óvænt og ævintýralegt. Dimmalimm var frumsýnt í mars síðastliðnum í Þjóðleikhúsinu og gekk fyrir fullu húsi langt fram í apríl. Dimmalimm hefur nú þegar verið sýnd á landsbyggðinni bæði hér fyrir vestan og norðan. Seinna í maí fer Dimmalimm í leikferð með Karíus og Baktus um Vestfirði.

DEILA