Náttúruverndarsamtök Vestfjarða endurvakin

Frá fundinum í gær. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Í gær var haldinn á Ísafirði  svonefndur endurstofnfundur Náttúrurverndarsamtaka Vestfjarða. Starfssvæði samtakanna er Vestfirðir. Um 25 manns mættu á fundinn sem Jóna Benediktsdóttir, Ísafirði boðaði til fyrir hönd samtakanna. Á fundinum var farið yfr lög félagsins og reifaðar breytingartillögur fyrir næsta aðalfund sem áformaður er eftir nokkrar vikur.

Kosin var sjö manna stjórn og fjórir til vara. Stjórnin mun koma saman og skipta með sér verkum.

Aðalmenn :             Hildur Dagbjört Arnardóttir (Ísafirði)

Guðrún Anna Finnbogadóttir (Patreksfirði)

Ásta Þórisdóttir (Hólmavík)

Ragúel Hagalínsson (Ísafirði)

Kristinn H. Gunnarsson (Bolungarvík)

Eva Dögg Jóhannesdóttir (Tálknafirði)

Jón Ottó Gunnarsson (Ísafirði)

Varamenn :              Ómar Smári Kristinsson

Ragnheiður Hákonardóttir

Björn Davíðsson

Bryndís Friðriksdóttir

Samþykkt var á fundinum að samtökin árétta að þau skuli vera fyrir hönd svæðisins samráðsaðili við aðalskipulag og önnur verkefni stjórnvalda.

DEILA