Samherji og Parlevliet & Van der Plas (P&P) standa saman að útgerðarfyrirtæki á Englandi UK Fiskeries. Á dögunum tóku þau í notkun stærsta úthafstogara Bretlands sem fékk nafnið Kirkella H 7. Það var sjálf Anna prinsessa sem gaf skipinu nafn við athöfn þar sem skipið lá við bryggju í Thames á í London. Kirkella H 7 er 80 metra langt skip og byggð í Noregi í Kleven skipasmíðastöðinni og kostaði um 35 milljónir evra sem samsvarar nærri 5 milljörðum króna. Skipið er hið fullkomnasta að allri gerð og mun verða á botnfiskveiðum í norðurhöfum við Grænland og Noregi. Í skipinu er vinnslulína frá Marel og einnig bræðsla.
Þetta kemur fram á sjávarútvegsvefnum undercurrent news.
Einkum eru það þorskveiðar sem skipið mun stunda (95%), en einnig er gert ráð fyrir að veiða ýsu, karfa og lúðu. Aflinn verður unninn um borð og er gert ráð fyrir að það landi í Hull 500 – 700 tonnum af afurðum fimm sinnum á ári. Einkum er miðað við að selja til neyslu í Bretlandi í svokallað fish and chips.