knattspyrna: Vestri sigraði Kára 3:1

Mynd frá leik Vestra fyrir nokkru. Mynd:Kristinn H. Gunnarsson.
Vestri sigraði lið Kára 3-1 á laugardaginn í fyrta leik sumarsins.  Liðið var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, komust fljótlega yfir með marki frá miðjumanninum Páli Sindra Einarssyni. Í kjölfarið fylgdu síðan 2 mörk frá framherjanum Pétri Bjarnasyni, Vestri var því með þæginlega 3-0 forystu þegar flautað var til hálfleiks.
Jafnara var með liðunum i seinni hálfleik, Kári náði að  koma inn einu marki en lengra komust þeir ekki. Loka niðurstaðan því öruggur 3-1 sigur Vestra,  sem komst með sigrinum í 32- liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Dregið var í dag og fær Vestri heimaleik og spilar við fjórðu deildar lið Úlfanna.
DEILA